Tagged Arion banki

Sviku gefin loforð

„Bæjarráð Fjallabyggðar segir að forsvarsmenn Arion banka hafi gengið á bak orða sinna þegar 6,7 stöðugildum var sagt upp störfum í útibúum bankans í sveitarfélaginu. Þetta sé þvert á þær yfirlýsingar sem bankinn hafi gefið bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku bankans á Afli Sparisjóði á Siglufirði. Arion banki sagði upp 46 starfsmönnum í lok síðasta…

Súkkulaðikaffihús Fríðu

Handgerðir bjórkonfektmolar, gráðaostakonfektmolar, rúgbrauðskonfektmolar, sítrónukonfektmolar. Allir úr úrvalssúkkulaði, belgísku. Þetta hljómar dálítið framandi, virðist eiga við eitthvað sem eingöngu mætti rekast á í einhverju útlandinu, en er þó til sölu í nýju kaffihúsi á Siglufirði, í eigu listamannsins Fríðu Bjarkar Gylfadóttur. Það var formlega opnað 25. júní síðastliðinn og ber einfaldlega heitið frida. Viðtökurnar hafa…

Arion banki opnar á Siglufirði

Þann 23. nóvember síðastliðinn opnaði Arion banki nýtt útibú við Túngötu 3 á Siglufirði. Það er byggt á grunni starfsemi Sparisjóðs Siglufjarðar. Einnig hefur útibú Sparisjóðs Skagafjarðar á Sauðárkróki sameinast starfsemi útibús Arion banka á staðnum. Sú fjarvinnsla sem AFL sparisjóður sinnti fyrir Arion banka á Siglufirði er nú hluti af viðskiptaumsjón og lífeyrisþjónustu bankans….

In memoriam

Mikilli sögu lauk á dögunum þegar Arion banki yfirtók Sparisjóð Siglufjarðar. Hann var formlega stofnaður 1. janúar árið 1873 og var elsta starfandi peningastofnun á Íslandi þegar yfir lauk. Hvernig þetta nákvæmlega gekk fyrir sig á sínum tíma er ekki með öllu vitað, en ljóst að Snorri Pálsson (1840-1883) faktor, sem kallaður hefur verið afi…

Kanna laga­legu stöðu AFLs

„Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir það skyldu bæj­ar­ráðsins að fá að vita hver sé laga­leg staða spari­sjóðsins AFLs, áður Spari­sjóðs Siglu­fjarðar og Spari­sjóðs Skaga­fjarðar, eft­ir að til­kynnt var um yf­ir­töku Ari­on banka á sjóðnum. Sveit­ar­stjórn Skaga­fjarðar og bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hafa samþykkt að veita bæj­ar­stjór­um sveit­ar­fé­lag­anna umboð til að gæta hags­muna íbú­anna í þessu máli….

AFL sparisjóður og Arion banki

Um árabil hefur staða AFLs sparisjóðs verið erfið og óvissa um rekstrarhæfi sem hefur takmarkað möguleika sjóðsins til að veita einstaklingum og sérstaklega fyrirtækjum öfluga fjármálaþjónustu. Nú stendur samruni AFLs sparisjóðs og Arion banka fyrir dyrum eftir að í ljós kom hve alvarleg staða sparisjóðsins í raun er. Ráðist er í samrunann til að koma…

Jóel Kristjánsson sparisjóðsstjóri

Stjórn AFL sparisjóðs ses. hefur ráðið Jóel Kristjánsson í starf sparisjóðsstjóra og er hann ráðinn tímabundið þar til að samrunaferli AFLs við Arion banka er lokið.  Jóel er fyrrverandi útibússtjóri Arion banka á Sauðárkróki og hefur nýlega látið af störfum þar. Jóel er 59 ára gamall og er sjávarútvegsfræðingur að mennt. Hann er fæddur og…

Sameining heimiluð

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sameiningu AFL sparisjóðs og Arion banka. Vísir.is greindi frá þessu fyrr í dag. Snemma í morgun var hins vegar frétt á DV.is um að Sparifélagið ætlaði að bjóða í AFL sparisjóð og annar hópur til. Sjá nánar þar. Og hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Arion banki í Ólafsfirði heldur tvö námskeið

Útibú Arionbanka í Ólafsfirði verður á næstu dögum með tvö námskeið varðandi möguleika Arion appsins, netbankans og nýju hraðbankanna. Það fyrra verður í dag, mánudaginn 20. október, og það seinna miðvikudaginn 22. október. Bæði námskeiðin eru frá kl. 17.00-19.00. Sjá nánar hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is