Tagged Anna Hulda Júlíusdóttir

Hjarta bæjarins

Á morgun, föstudaginn 16. desember kl. 14.00, verður opnuð ný verslun á Siglufirði. Hún ber nafnið Hjarta bæjarins og er til húsa að Suðurgötu 6, þar sem Snyrtistofa Hönnu var áður. Eigandi er Anna Hulda Júlíusdóttir. Á boðstólum verður íslensk hönnun, handverk og gjafavara. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir þaðan teknar nú í…

Kirkjuskólinn að hefjast

Á morgun, sunnudag, kl. 11.15, hefst barnastarf vetrarins (kirkjuskólinn) í Siglufjarðarkirkju. Um sama umsjónarfólk verður að ræða og undanfarin ár, fyrir utan það að Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat mun til áramóta koma í stað sóknarprestsins, í námsleyfi hans. Fermingarbörn vetrarins sjá um tónlistarflutning og fleira. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Útimessa í Skarðdalsskógi

Á morgun, sunnudaginn 31. júlí, verður útimessa í gróinni tóft við Skógarhúsið í Skarðdalsskógi (ekki í Brúðkaupslundinum), við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar. Best er að koma inn í skóginn að norðanverðu. Athöfnin hefst kl. 11.00. Anna Hulda Júlíusdóttir djáknakandídat flytur hugleiðingu. Systrafélag Siglufjarðarkirkju mun bjóða upp á kaffisopa og meðlæti eftir stundina. Mynd og texti: Sigurður…

Aðventuhátíð í dag kl. 17.00

Aðventuhátíðinni, sem frestað var 29. nóvember sökum óhagstæðs veðurfars og ófærðar, verður í Siglufjarðarkirkju í dag, hefst nánar tiltekið kl. 17.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af fermingarbörnum vetrarins munu lesa Jólaguðspjallið. Hugleiðingu Önnu Huldu Júlíusdóttur, djáknanema, sem ekki átti heimangengt,…

Kirkjuskóli og aðventuhátíð

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið á 1. sunnudegi í aðventu, kl. 11.15, og nú verða málaðar piparkökur í safnaðarheimilinu eftir að hefðbundinni samveru niðri í kirkju lýkur. Aðventuhátíð hefst svo kl. 20.00. Þar munu koma fram nemendur Tónskóla Fjallabyggðar, Karlakórinn í Fjallabyggð ásamt hljómsveit og Kirkjukór Siglufjarðar, auk þess sem tvö af…

Útimessa í fyrramálið

Á morgun, sunnudaginn 2. ágúst, verður útimessa við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar í Brúðkaupslundinum í Skarðdalsskógi, dýrlegum stað sem er svo nefndur eftir að Guðrún Hafdís Ágústsdóttir og Jacob Høst gengu þar í hjónaband 20. júlí 2002. Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti. Ef komið er inn…

Kertamessa í kvöld

Síldardögum er að ljúka og í kvöld hefst Síldarævintýrið formlega með kertamessu í Siglufjarðarkirkju, á þægilegum nótum, klukkan 20.00. Hún verður í umsjón Önnu Huldu Júlíusdóttur, Margrétar Scheving, Sigurðar Ægissonar og Þorvaldar Halldórssonar. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Anna Hulda Júlíusdóttir 90 ára

Anna Hulda Júlíusdóttir varð 90 ára 10. júní s.l. og hélt upp á það með veislu í Skálarhlíð í dag. Maður hennar var Baldvin Jóhannsson verkamaður og trésmiður, en hann lést í desember 2008, 87 ára. Þau eignuðust sex börn, Theodóru, f. 1945, Konráð, f. 1946, Júlíus, f. 1947, d. 1997, Sigurð Örn, f. 1948,…

Siglufjarðarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta verður klukkan 08.00 í fyrramálið, páskadag, í Siglufjarðarkirkju, í umsjá sr. Jóns Ómars Gunnarssonar, prests í Glerárkirkju. Að guðsþjónustunni lokinni býður Systrafélags Siglufjarðarkirkju til veislu uppi í safnaðarheimili. Klukkan 10.30 verður svo helgistund á sjúkradeild HSF í umsjá Önnu Huldu Júlíusdóttur, djáknanema. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]