Tagged Allinn

Bingó á sunnudag kl. 14,00

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í Allanum á sunnudaginn kemur, 6. nóvember, og hefst skemmtunin kl. 14.00 en ekki 15.00 eins og misritaðist í Tunnunni. Frábærir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan áður. Mætum og styrkjum gott málefni. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Höllin bauð lægst

„Tvö tilboð bárust í verðkönnun Fjallabyggðar fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Veitingahúsið Allinn á Siglufirði bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur á Siglufirði. Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði bauð kr. 890 og kr. 1.100 til kennara. Höllin bauð kr. 890 í máltíð fyrir nemendur í Ólafsfirði og kr. 1.100 til…

Greta Salóme á Þjóðlagahátíð

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2016 verður dagana 6. til 10. júlí. Hún ber að þessu sinni yfirskriftina Tvær stjörnur. Á meðal þess sem í boði verður er að Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðlusnillingur og Júróvisjónfari, og hljómsveit flytja útsetningar Gretu á íslenskum þjóðlögum og nýjar lagasmíðar á Allanum laugardaginn 9. júlí kl. 23.00. Dagskrána má nálgast hér….

Páskabingó

Páskabingó verður haldið á Allanum á sunnudaginn kemur, 20. mars, kl. 15.00. Spilað verður um stórglæsileg páskaegg. Spjaldið kostar 300 kr. Mætum og styðjum krílin í bænum! Foreldrafélag Leikskála Mynd og texti: Aðsent.

Bingó í Allanum

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í Allanum á morgun og hefst skemmtunin kl. 15.00. Flottir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan fyrr. Allur ágóði rennur til  góðra verka. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Söngskemmtun

Karlakór Fjallabyggðar heldur söngskemmtun í Bergi, Dalvík, fimmtudaginn 14. maí (uppstigningardag) kl. 20.30. Kórinn er skipaður rúmlega 20 söngmönnum frá Siglufirði, Ólafsfirði og Fljótum. Á söngskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum, hefðbundin karlakórslög og einnig létt og skemmtileg lög þar sem hljómsveit kórsins leikur með, ásamt nemendum úr Tónskóla Fjallabyggðar. Stjórnandi og…

Páskabingó í Allanum

Foreldrafélag Leikskála heldur páskabingó í Allanum á sunnudaginn kemur, 22. mars, kl. 16.00. Vinningar eru glæsileg páskaegg. Spjaldið kostar 300 kr. Mætum öll og styðjum krílin í bænum! Foreldrafélag Leikskála Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

Jólaball Kiwanis í dag

Jólaball Kiwanisklúbbsins Skjaldar verður í dag á Allanum, hefst kl. 16.00. Dansað verður í kringum jólatré við undirleik Sturlaugs Kristjánssonar, auk þess sem jólasveinar koma í heimsókn með eitthvert góðgæti í poka. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Mynd og texti: Aðsent.

Bingó í Allanum

Systrafélag Siglufjarðarkirkju verður með bingó í Allanum á morgun og hefst skemmtunin kl. 15.00. Flottir vinningar eru í boði hjá stúlkunum, eins og jafnan fyrr. Allur ágóði rennur til  góðra verka. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]