Tagged Akureyri

Kveðið úr kirkjuturni

Í sumar mátti heyra undarlegan sönglanda hljóma úr turni Siglufjarðarkirkju og berast yfir miðbæinn tvisvar á dag enda vakti það furðu heimafólks jafnt sem ferðamanna. Það upplýstist um síðir að um „listrænan gjörning“ var að ræða, ætluðum gestum Þjóðlagahátíðar í júlíbyrjun. Gústaf Daníelsson kvað þar gegnum hátalarakerfi gamla stemmu um ellina; þegar fátt annað væri…

Orri í viðtali

Siglfirðingurinn og athafnamaðurinn Orri Vigfússon (Friðjónssonar) var gestur skáldsins og Akureyringsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar (Sigmundssonar) í þættinum Mannamál á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir helgi. Þar kom margt forvitnilegt fram en megináherslan var á verndun villtra laxastofna. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Stefnir í metumferð um göngin

Í nýliðnum mánuði jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri. Hefur umferðin því aukist um tæp 12% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Stefnir í metumferð um Héðinsfjarðargöngin nú í ár…

Blágræni sveppurinn

Fyrsta ágúst síðastliðinn fundu Brynja Gísladóttir og Jón Andrjes Hinriksson merkilegan svepp í Skarðdalsskógi. Sá var blágrænn að lit og reyndist, þegar Kerstin Gillen sveppafræðingur var búin að rannsaka hann á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, hér vera um að ræða Stropharia aeruginosa. Sú tegund hefur aldrei áður fundist í Siglufirði og eina dæmið um hana…

Grjótkrabbi finnst í Siglufirði

Þrír ungir veiðigarpar – Mikael Sigurðsson, 12 ára, og Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, 13 ára – náðu grjótkrabba í gildru 18. júlí síðastliðinn við Óskarsbryggju í Siglufirði, rétt innan við Öldubrjót. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að grjótkrabba varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006 en þá fannst hann í Hvalfirði….

Fiskbúð Fjallabyggðar

Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgróið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árinu áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní…

Koppsettir Ólympíufarar

Þau sem fylgst hafa með sundkeppni Ólympíuleikanna í Brasilíu þessa dagana hafa eflaust tekið eftir stórum, hringlaga blettum á líkömum sumra þátttakenda, einkum frá Bandaríkjunum. Sjá t.d. hér. Hefur erlenda pressan velt þessu töluvert fyrir sér líka. Þarna er um gamla lækningaaðferð að ræða, svonefnda koppsetningu. Þegar glersogskálar „eru settar á hinn sjúka stað, kemur…

Þjóðlistahátíð

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við dr. Guðrúnu Ingimundardóttur, framkvæmdastjóra Þjóðlistahátíðarinnar Vöku, sem fram fer 15.-18. júní á Akureyri og að hluta til á Húsavík. Sjá nánar í fylgju. Mynd: Skjáskot úr Morgunblaði dagsins. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Nýr framkvæmdastjóri Stapa

Siglfirðingurinn Ingi Björns­son er nýr fram­kvæmda­stjóra Stapa líf­eyr­is­sjóðs. Var hann val­inn úr hópi átján um­sækj­enda og mun taka til starfa á næstu mánuðum. Ingi hef­ur meistaragráðu í hag­fræði frá Göte­borgs Uni­versitet og lauk B.Sc.-gráðu í hag­fræði frá sama skóla, að því er fram kemur á Mbl.is. Hann hef­ur gegnt ýms­um stjórn­un­ar­störf­um og hef­ur víðtæka reynslu…

Ánægjuleg heimsókn

Í gærmorgun komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum í reglubundna heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s. í húsum Síldarminjasafns Íslands, á Þjóðlagasetrinu og í Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar og tengist atvinnusögu landsins. Safnaðarheimilið hefur allt frá upphafi staðið þessum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]