Tær snilld


Eins og greint var frá hér á síðunni í fyrradag að stæði til, var Ómar Ragnarsson með tvöfalda skemmtun í gærkvöldi, í Salnum í Kópavogi, fagnaði bæði 70 ára afmæli sínu og 50 árum sem skemmtikraftur.

Er skemmst frá því að segja að þessi þriggja klukkustunda sýning var ógleymanleg upplifun, ekki síst fyrir það hve Siglfirðingarnir stóðu sig vel. Hápunkturinn var flutningur þeirra á texta Ómars við hið stórkostlega lag Þorvaldar Halldórssonar, Hún er svo sæt.

Tær snilld.

Þá var gaman að vera að norðan.

Hitt er ekkert leyndarmál að afmælisbarnið fór líka á kostum, sem og aðrir listamenn sem að þessu komu.

Þessa stundina er svo verið að endurtaka leikinn.

Jafnframt hefur verið ákveðið að bæta við þremur sýningum í viðbót, enda löngu uppselt á hinar tvær. Sú fyrsta verður í Háskólabíói 4. október, en hinar tvær á Akureyri 9. og 10. desember.

Myndirnar sem hér koma eru frá því í gærkvöldi.

Ómar byrjaði strax af fullum krafti.

Hér er þó rólegt móment, eitt af fáum.

Friðfinnur Hauksson söng einsöng í laginu Hún er svo sæt.

Þetta augnablik gleymist seint.

Elli prestsins mættur á sviðið.

Og ítalski doktorinn.

Haukur Heiðar Ingólfsson, heimilislæknir og píanóleikari, sat við flygilinn.

Ómar og Þuríður Sigurðardóttir í einum leikþættinum.

Ómar og Magnús Ólafsson í bráðfyndinni spurningakeppni.

Sungið um uppáhalds dúkkuna.

Ómar og Þuríður í sveiflu.

Nýyrðasmiðurinn. 

Og sá þjóðlegi.

Sveitaball.

Svona endaði það.

Sérlega áhrifamikill var frumflutningurinn á lagi eftir Gunnar Þórðarson við texta Ómars, um Reykjavík.

Ragnar Bjarnason hægra megin við kappann.

Allir listamennirnir komnir á sviðið og magnþrunginn fjöldasöngur í gangi.

Og afmælisbarnið þakkar fyrir sig, við mikið lófaklapp.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is