Systrafélagskonur hefja í dag sína árlegu merkjasölu


Systrafélag Siglufjarðarkirkju er í dag að hefja sína árlegu merkjasölu. Gengið verður í hús á Siglufirði og nýja merkið boðið til sölu. Vonast félagið til að íbúar bæjarins taki jafn
vel á móti Systrafélagskonum og verið hefur undanfarin ár.

Eina markmið Systrafélagsins er að styðja og hlúa að kirkjunni okkar,
Siglufjarðarkirkju, og hefur félagið m.a. fjármagnað þær endurbætur sem
gerðar hafa verið á kirkjuloftinu. Einnig hefur Systrafélagið hlúð að
því barnastarfi sem fram fer í kirkjunni og svo mörgu öðru.

Merkið kostar litlar 1.000 krónur.

Siglufjarðarkirkja einn fagran haustdag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is