Systrafélaginu færð vegleg gjöf


Börn Gunnlaugs Jónssonar og Þuríðar Andrésdóttur færðu á dögunum Systrafélagi Siglufjarðarkirkju að gjöf 130.000 krónur, sem samsvarar 10.000 krónum á hvert og eitt þeirra. Í gjafabréfinu til Systrafélagsins kváðust þau hafa séð fyrir sér að þessi peningagjöf myndi geta komið safnaðarheimilinu að notum við fyrirhugaðar breytingar á eldhúsinu þar. Vilja Systrafélagskonur koma á framfæri hér innilegu þakklæti til systkinanna fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is