Systrafélag Siglufjarðarkirkju


Rúmlega 90 manns sóttu árlegt Bingó Systrafélags Siglufjarðarkirkju nýverið. Bingóið er hluti af árlegri fjáröflun félagsins – sem hefur það að markmiði að hlúa að kirkjunni.

Undanfarin ár hefur meginmarkmið félagsins verið að safna fé til umbóta á eldhúsi safnaðarheimilisins, sem komið var til ára sinna. En þar að auki hefur Systrafélagið lagt fé til viðgerðar á kirkjuturni, kaupa á sófum og öðrum húsgögnum á kirkjuloftið og endurbólstrun á stólum í safnaðarheimilinu í samvinnu við Kvenfélagið Von.

Í sumar var ráðist í framkvæmdir á eldhúsinu og það algerlega endurnýjað og skipulaginu breytt. Skipt var um rafmagn og vatnslagnir, veggir færðir til og ný innrétting sett upp. Skipt var um gólfefni og keypt ný uppþvottavél, helluborð og bakaraofn. Alls hafa framkvæmdirnar kostað um 6,2 milljónir – en ýmsu varðandi frágang er þó enn ólokið, en gengið verður til þeirra verka strax og fjárhagur félagsins leyfir.

Systrafélagið þakkar bæjarbúum og fyrirtækjum í bænum veittan stuðning í gegn um tíðina, hann hefur skipt sköpum fyrir starfsemi félagsins.

Mynd og texti: Anita Elefsen.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is