Sýning um Elliðaslysið o.fl.


Frystiklefinn, sem er heiti á fjölnota leikhúsi og menningarmiðstöð á Rifi, 150 manna bæjarkjarna innan marka Snæfellsbæjar, var í nýliðnum desember með á fjölunum í 600 fermetra húsnæði leikritið MAR, en það fjallaði m.a. um Elliðaslysið 10. febrúar árið 1962, þegar siglfirski togarinn fékk á sig brotsjó á Breiðafirði, um 15-25 sjómílur út af Öndverðarnesi. Upptökur loftskeytamannsins, Birgis Óskarssonar, munu hafa verið notaðar í sýningunni.

Sýningin fékk glimrandi viðtökur en ekki er auðvelt að finna nánari upplýsingar um söguþráð og annað, fyrir utan það sem má lesa milli línanna í meðfylgjandi ritdómi Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Ritdómur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um sýninguna MAR.

Húsnæði Frstiklefans, sem áður gegndi hlutverki rækjuvinnslu, er nú í hlutverki listamannsaðseturs fyrir einstaklinga eða hópa. Innan veggja Frystiklefans er öll grunnastaða fyrir æfingar og uppsetningar á hverskonar listviðburðum til staðar. Hlutverk Frystiklefans er fyrst og fremst að veita skapandi listamönnum aðstöðu og athvarf til að sinna verkefnum sínum í rólegu umhverfi, segir á heimasíðu bæjarfélagsins. Sjá líka hér.

Mynd: Af Facebook.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is