Sýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga opnuð á morgun


Sýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga verður opnuð í skólanum á morgun, laugardaginn 10. desember, kl. 13.00. Á sýningunni verða málverk og ljósmyndir ásamt verkefnum um afþreyingu á Tröllaskaga.

Nemendur verða á staðnum til að ræða verk sín.

Sýningin er aðgengileg í skólanum á opnunartíma, frá kl. 13.00 til 16.00, til 17. desember en þá er útskrift skólans.

Sjá hér.

Menntaskólinn á Tröllaskaga.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is