Svipmyndir frá Pæjumótinu


Flottu Pæjumóti lauk um kl. 16.00 í
dag. Fyrir Siglfirðinga eru helstu tíðindin þau, að 5. flokkur b hjá
KS/Leiftri vann sinn riðil og 6. flokkur d varð aukinheldur í öðru sæti í sínum
riðli.

Það var mjög svo ánægjulegt að fylgjast með þessu öllu, leikgleðin og prúðmennskan í fyrirrúmi, snilldartaktar á hverju strái, og án nokkurs vafa margar stúlkur þarna sem eiga eftir að komast í landsliðið – og innan ekkert svo langs tíma í sumum tilvikum.  

Öll úrslit verða komin inn á http://ks.fjallabyggd.is/paejumot/ seinnipartinn á morgun. 

Hér kemur svo fótboltahelgin í nokkrum myndum.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is