Svipmyndir frá liðinni viku


Þótt liðin vika hafi ekki verið mjög fréttnæm hér nyrðra er þó ýmislegt
sem mætti tína til og gleðja með því augu a.m.k. burtfluttra
Siglfirðinga. Myndirnar sem hér koma eru til þess hugsaðar. Eitthvað sem
þar sést hefur verið minnst á áður á síðustu dögum en annað ekki,
heldur er þar um að ræða skot hingað og þangað. Hugmyndin er sú að vera með svona annál vikulega héðan í frá og birta á laugardagskvöldi og þá aðallega það sem ekki hefur verið fjallað um, heldur meira daglegt amstur. 

Úr fjölskyldumessu í Siglufjarðarkirkju 25. september.

Skralli trúður ræðir við smáfólkið uppi í safnaðarheimili að messu lokinni.

Málin rædd.

Sami dagur, seinnipartinn.

Haustlitirnir farnir að leita á gulvíðinn.

Unnið að því að leggja bundið slitlag á veginn upp í Skarðsdal.

Sama.

Enn er sunnudagur.

Miðvikudagur, 28. september, í logninu á undan storminum.

Um klukkutíma síðar var farið að hvessa og aðkomubátar ákváðu að koma sér austur.

Þetta er Örvar SH 777.

Og hér Rifsnes SH 44.

Föstudagurinn 30. september var öllu bjartari.

Sama.

Sama.

Steinnökkvinn norðaustan við Skoger gægist upp úr sjó.

Laugardagur, 1. október.

Æðarfuglar og einn tiginn gestur, frændi þeirra, leita sér skjóls í höfninni suðaustan Roaldsbrakka,

þegar hvessir allmjög að sunnan.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is