Svipmyndir frá liðinni viku


Fertugasta og önnur vika ársins 2011 er brátt liðin og á síðasta degi skipti
úr hausti yfir í vetur – í orði a.m.k. Upphaf hennar og miðbik voru nefnilega mun kaldari en lokin. Að
öðru leyti var hún átakalítil hvað veður áhrærir.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn eru þessar, að því er lesa má á Veður.is: ?Austlæg átt 3-10 m/s og væta með köflum í flestum landshlutum.
Norðaustan og norðan 8-15 m/s á morgun og rigning eða slydda og sums
staðar snjókoma seinnipartinn, en úrkomulítið S-lands. Kólnar smám
saman, hiti 0 til 6 stig þegar líður á morgundaginn, hlýjast syðst.?

Sunnudagur, 16. október.

Sami dagur.

Mánudagur, 17. október.

Nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri í heimsókn í Siglufjarðarkirkju.

Sverrir Páll Erlendsson kennari við hljóðnemann, en sr. Bjarni Þorsteinsson var langafi Sverris Páls.


Sami dagur.

Gustar úr norðri.

Sami dagur.

Sami dagur.

Þriðjudagur, 18. október.

Sigurjón Steinsson og Örlygur Kristfinnsson á spjalli í Roaldsbrakka.

Sami dagur.

Miðvikudagur, 19. október.

Sami dagur.

Sami dagur.

Fimmtudagur, 20. október.

Æðarkóngurinn ennþá í höfninni, innan um æðrafugla.

Sami dagur.

Sami dagur.

Föstudagur, 21. október.

Sami dagur.

Úr Héðinsfirði.

Sami dagur.

Sami dagur.

Tæki úr loðnuverksmiðju SVN á og við Óskarsbryggju.

Í lok mánaðarins er skip væntanlegt með gáma sem eiga að taka allan búnaðinn og flytja til Spánar.

Sami dagur.

Ragnar Jónasson áritar nýjustu bók sína, Myrknætti, í Samkaupum/Úrvali á Siglufirði.

Laugardagur, 22. október.

Sami dagur.

Sami dagur.

Útsýnisskífan á Álfhóli í forgrunni.

Sami dagur.

Hér má sjá fjallahringinn.

Sami dagur.

Þarna segir: ?Munnmæli herma, að í fornöld hafi búið að Saurbæ í Siglufirði bóndi sá, er Álfur hét.

Ungur fór hann í víking og varð auðugur. Heiðinn var hann og talinn fjölkunnugur.

Stundaði Álfur mjög veiðiskap og seiddi, til þess að sér brygðist eigi fiskur.

Þá hann gerðist gamall, lét hann gera haug mikinn og setti þar í skip sitt.

Er Álfur fann dauða sinn nálgast, hvarf hann til haugsins með fjársjóð sinn og lét byrgja síðan.

Hann mælti svo um að engum skyldi hlýða að rjúfa hauginn, meðan jaxlar hans væru ófúnir.

Haugur Álfs heitir í dag Álfhóll.?

Sami dagur.

Fyrsti haustgesturinn við prestsetrið. Þetta er hettusöngvari, kvenfugl.

Annar samskonar var í trjám við Suðurgötu á dögunum, hjá Theodórshúsi og þar í kring, og e.t.v. fleiri.


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is