Svipmyndir frá heimsókn Dómkórsins


Eins og sagt var frá hér á laugardag, 21. maí, að stæði til, kom Dómkórinn í heimsókn til Siglufjarðar í fyrradag og söng í Bátahúsinu og var ókeypis inn í boði Síldarminjasafnsins. Aðsókn var ágæt og góðar viðtökur tónleikagesta.

Síðasta lagið sem Dómkórinn söng eftir uppklapp var ?Þýtur í stráum? – kvæðalag í útsetningu Sigurðar Rúnars Jónssonar (Didda fiðlu). Ljóðið er eftir Trausta Reykdal sem var hér eitthvað á Siglufirði á síldarárunum. Lagið kvað og kynnti Sigurbjörn skóari Stefánsson sem lengi bjó hér í bæ. Sigurbjörn er talinn hafa lært lagið í Fljótum og fyrir hans tilverknað er það orðið landsþekkt. Er það gott dæmi um hvernig alþýðulistin hefur verið kynnt og orðið að dýrmætum perlum í eigu þjóðarinnar.

Þýtur í stráum þeyrinn hljótt,

þagnar kliður dagsins.

Guð er að bjóða góða nótt

í geislum sólarlagsins.

Sveinn Þorsteinsson var á staðnum og tók nokkrar myndir.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is og Örlygur Kristfinnsson | orlygur@sild.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is