Svipmyndir frá bæjarstjórnarfundi í gær


Í gær, miðvikudaginn 9. mars kl.
17.00, hélt bæjarstjórn Fjallabyggðar 62. fund sinn í Ráðhúsinu á
Siglufirði. Fékk ljósmyndari góðfúslegt leyfi til að smella nokkrum
sinnum yfir fríðan hópinn og koma þær myndir hér, einkum þeim einstaklingum til
glöggvunar sem í fjarlægð búa.

Dagskrá fundarins var svofelld:1.   Fundargerð 202. fundar bæjarráðs frá 15. febrúar 2011
.

2.   Fundargerð 203. fundar bæjarráðs frá 22. febrúar 2011
.

3.   Fundargerð 204. fundar bæjarráðs frá 1. mars 2011.


4.   Fundargerð 205. fundar bæjarráðs frá 8. mars 2011
.

5.   Fundargerð 57. fundar fræðslunefndar frá 14. febrúar 2011
.

6.   Fundargerð 58. fundar fræðslunefndar frá 7. mars 2011. 


7.   Fundargerð 108. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. febrúar 2011.


8.   Fundargerð 53. fundar félagsmálanefndar frá 15. febrúar 2011.

9.   Fundargerð 31. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar frá 24. febrúar 2011.


10. Fundargerð 30. fundar hafnarstjórnar frá 2. mars 2011.


11. Breytingar á nefndarskipan.

Upplýsingar um þau sem í bæjarstjórn eru má finna hér. Að auki sátu fundinn Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri og Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is