Svipaður fjöldi íbúa


Tölur Þjóðskrár Íslands um fjölda íbúa eftir sveitarfélögum 1. desember 2018 sýna fjölgun frá árinu áður í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra, þar sem íbúum fækkaði um 0,2%. Þrettán sveitarfélög eru í þeim landshluta og var mest fjölgun í Langanesbyggð, 6%, og mest fækkun í Norðurþingi, 7%.

Í Fjallabyggð fækkaði íbúum um 7, eða um 0,3%, og voru þeir 2.004 hinn 1. desember síðastliðinn. Þjóðskráin hefur nú birt tölur um íbúafjölda 1. janúar 2019 og kemur þar fram að fjölgað hefur um 4, eða í 2.008.

Mynd: Úr safni.
Texti: Jónas Ragnarsson │ [email protected]
Súlurit: Þjóðskrá Íslands.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]