Sviku gefin loforð


„Bæjarráð Fjallabyggðar segir að forsvarsmenn Arion banka hafi gengið á bak orða sinna þegar 6,7 stöðugildum var sagt upp störfum í útibúum bankans í sveitarfélaginu. Þetta sé þvert á þær yfirlýsingar sem bankinn hafi gefið bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku bankans á Afli Sparisjóði á Siglufirði. Arion banki sagði upp 46 starfsmönnum í lok síðasta mánaðar og hætti fólkið störfum samdægurs. 27 unnu í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. Breytingarnar voru sagðar vera hluti af hagræðingaraðgerðum bankans og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri bankans, sagði að þeir þyrftu að hreyfa sig og taka mið af aðstæðum á hverjum tíma og þróa sína starfsemi.“ Rúv.is sagði frá þessu í gær. Sjá nánar þar.

Mynd: Úr safni.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]