Sveinn Björnsson 75 ára í dag


Sómi villimannahverfisins, höfðinginn Sveinn Björnsson, er 75 ára í dag.

Þegar fréttamaður leit til hans seinnipartinn var hann í óða önn að
taka á móti heillaóskum en að öðru leyti nákvæmlega eins og hann á að
sér að vera, kátur og hress.

Sjónin er þó farin að bila, segir hann.

En annað breytist lítið.

Siglfirðingur.is óskar kappanum innilega til hamingju með stórafmælið.

Sveinn Björnsson fyrr í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is