Svartþröstur í heimsókn


Í dag var svartþröstur, kvenfugl, í trjánum við prestsetrið Hvanneyri,
og frekar spakur, e.t.v. nýkominn hingað til lands og þreyttur eftir
flugið. Skógarþrestirnir voru ekkert sérlega ánægðir með veru hans
þarna, vildu sitja einir að matborðinu, eins og víða þekkist í
mannheimi, en létu sig hafa það, enda er hinn töluvert stærri. Ef nóg af
ávöxtum er í boði kemur sjaldnast til orðaskipta þessara tegunda á
milli, eða fugla innbyrðis, hvaða klíku sem þeir annars tilheyra.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is