Svartþrastarhreiður í beinni

Svartþröstur er tiltölulega nýr varpfugl í Siglufirði. Ekki eru nema örfá ár síðan það fékkst staðfest. Nú er hann kominn víða í garða, sem og inn í Skarðdalsskóg.

Landinn hefur verið með beina útsendingu frá svartþrastahreiðri að undanförnu og verður það næstu vikurnar. Ekki kemur fram hvar á landinu það er. Í hreiðrinu eru þrjú egg og ungar eru sagðir munu klekjast út á næstu dögum.

Útsendingin er unnin í samvinnu við Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmann og fuglaáhugamann.

Sjá hér.

Mynd: Skjáskot af vef RÚV.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]