Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 1. mars kl. 14.30 – 15.30 mun tónlistamaðurinn Framfari leika af fingrum fram á húsflygilinn í Alþýðuhúsinu.  Framfari hefur áður komið fram þar, bæði einn og sér og með tónlistamanninum Rafnari. Framfari samdi tónlist fyrir kvikmyndina „Af jörðu ertu kominn“ sem frumsýnd var síðastliðið sumar og hefur tekið þátt í ýmsum listviðburðum og tónleikum að undanförnu. Stundin verður spuni í tíma og rúmi þar sem kaffigestir verða þátttakendur í upptöku.

Að vanda verður boðið upp á kaffi og meðlæti og tækifæri til að spjalla við listamanninn. Verið velkomin að eiga með okkur ljúft sunnudagssíðdegi.

Uppbyggingarsjóður Eyþings, Fjallabyggð, Aðalbakarí, Tannlæknastofa Kristjáns Víkingssonar, Kjörbúðin og Eyrarrósin styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Mynd og texti: Aðsent.