Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu


Næstkomandi sunnudag frá kl. 14.30 til 15.30 verður boðið í sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu. Þar mun með J Pasila kynna verk sín og spjalla við gesti. Að erindi loknu er boðið upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir.

Athugið að erindið er á ensku.

J Pasila er listamaður með bakgrunn í ljósmyndun, videó og arkitektúr. Um þessar mundir býr hún og starfar ýmist í Brooklyn, New York eða á Siglufirði. Hún hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Siglufirði og vinnur nú að sýningu sem sett verður upp í NYC á næstunni. J Pasila hefur unnið með ýmsum listamönnum og undanfarin 5 ár verið meðlimur í „dust“ listahópnum í París.

Uppbyggingarsjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is