Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu


Rithöfundarnir Ármann Jakobsson og Halldór Friðrik Þorsteinsson verða í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sunnudaginn 17. desember kl. 14.30. Þeir munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum, Ármann úr skáldsögunni Brotamynd og Halldór Friðrik úr ferðasögunni Rétt undir sólinni. Þá verða umræður um skáldskap, ferðalög og sitthvað fleira sem Kristján B. Jónasson útgefandi stýrir.

Að upplestri loknum verða kaffiveitingar og eru allir velkomnir.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is