Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu


Sunnudaginn 5. nóvember, frá kl. 15.00–16.00, mun Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri á Akureyri vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þar mun hann segja frá skapandi starfi í Listasafninu á Akureyri og skrefunum frá því að vera myndlistarmaður, sjálfstæður sýningastjóri og til þess að vera safnstjóri Listasafns. Frá samþættingu kennslu, sýningarstjórnunar og myndlistar á vettvangi grasrótar og stofnunar.

Hlynur hefur sýnt verk sín á meira en 60 einkasýningum og tekið þátt í yfir 80 samsýningum á síðustu 20 árum. Hann hefur meðal annars sett upp einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kuckei + Kuckei, Galerie Robert Drees, Chinati Foundation og Overgaden. Verk hans snúast gjarnan um samskipti, tengingar, texta, skilning, landamæri, stjórnmál, hversdagslag hluti og hvað við lesum úr hlutunum.

Að erindi loknu verða kaffiveitingar og eru allir velkomnir.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is