Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu


Á sunnudaginn kemur, 20. maí, frá kl. 13.00 til 14.00, mun Ómar Hauksson spjalla um gamla tíma á Siglufirði. Tilefnið er 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar og vert að líta um öxl og rifja upp söguna. Ómar hefur til fjölda ára gengið með gesti um Siglufjörð og sagt sögur af húsum og fólki sem þar hefur búið og starfað. Hann mun því taka okkur í ferðalag aftur í tímann og er gestum velkomið að leggja þar orð í belg.

Eins og venjulega verður boðið upp á veitingar og mun það vera súpa og brauð í þetta skiptið.

Allir eru velkomnir.

Ljósmyndin í viðburðinum er fengin að láni hjá Síldarminjasafni Íslands.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is