Sumarveður í Siglufirði


Það var rjómablíða í Siglufirði í dag og bæjarbragurinn minnti ekki
lítið á útlönd, þar sem fólk sat fyrir utan veitingastaðina með drykk í
hönd og naut þess að láta sólina ylja kroppinn.

Veðurspáin er þessi
fyrir okkar svæði: Hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en sums staðar
þokuloft við sjóinn. Þykknar upp annað kvöld með dálítilli vætu. Hiti 7
til 13 stig yfir daginn.

Myndirnar tala annars sínu máli.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is