Sumarstemmning í Siglufjarðarkirkju

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, með viðeigandi föndri og sólarvöfflum, enda bjartur mánudagurinn þá framundan, og klukkan 17.00 verður svo Kvöldsöngur, þar sem komu sólarinnar verður fagnað með ljóðalestri (Þórarinn Hannesson) og sumarlögum (almennur söngur), en gamli Sólardagurinn var einmitt 27. janúar.

Lögin sem sungin verða eru Dísir vorsins, Heiðarbýlið (Fram í heiðanna ró), Hlíðin mín fríða, Sem lindin tær, Sól er yfir Siglufirði, Sumarkveðja (Ó, blessuð vertu, sumarsól), Sumarnótt (Undir bláhimni), Vikivaki, Vor við sæinn (Bjartar vonir vakna) og Vorvindar glaðir.

Rögnvaldur Valbergsson organisti á Sauðárkróki verður við píanóið í fjarveru Rodrigo J. Thomas sem er í feðraorlofi.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]