Sumarlestur á bókasafninu


„Nú er sumarlesturinn hafinn í Bókasafni Fjallabyggðar og hvetjum við alla krakka til að koma á bókasafnið og ná sér í sumarlestursbækling. Sumarlesturinn stendur frá 1. júní til 31. ágúst en hægt verður að skila inn bæklingum til 15. september. Gott er að nýta sumarið í að viðhalda lestrarkunnáttunni og nóg er til af skemmtilegum bókum á bókasafninu. Þetta er ekki keppni um hver les mest, allir fá viðurkenningu og glaðning þegar sumarlestrinum lýkur.“ Þetta segir í aðsendri tilkynningu.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is