Sumardvöl fyrir eldri borgara


Möðruvallasókn mun standa fyrir sumardvöl fyrir eldri borgara í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatnsvatn í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, dagana 27. júní til 1. júlí í sumar. Sóknin tekur sumarbúðirnar á leigu, þannig að eini kostnaðurinn sem hver einstaklingur þarf að greiða er fæði, kr. 20.000. Þátttakendum verður útvegað far á staðinn og til baka.

Prestshjónin sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Gylfi Jónsson munu sjá um dagskrána og veita forstöðu þessa daga. Fjölbreytt dagskrá og afslöppun í góðum hópi og fallegu umhverfi.

Vestmannsvatn er syðst í Aðaldal í Þingeyjarsveit í fallegu umhverfi, nánast mitt á milli Húsavíkur og Mývatnssveitar.

Nánari upplýsingar á Möðruvöllum í síma 462-1963.

Horft til sumarbúðanna úr Höskuldsey.

Staðsetning.

Vestmannsvatn séð frá Múlaheiði.

Myndir: Fengnar af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is