Súkkulaðikaffihúsið eins árs


Súkkulaðikaffihúsið hennar Fríðu verður eins árs á morgun. Það var opnað 25. júní 2016 og hefur slegið rækilega í gegn og það svo, að ráðist var í að stækka það í byrjun þessa árs; því var lokið fyrir páskana síðustu. Í tilefni dagsins væri við hæfi að líta inn þar á morgun og heilsa upp á afmælisbarnið.

Sjá nánar hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is