Styttist í bók Örlygs
Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að bókaútgáfan Uppheimar væri að gefa út bók eftir Örlyg Kristfinnsson. Hún nefnist Svipmyndir úr síldarbæ. ?Í þessu verki gerir Örlygur það fyrir Siglufjörð sem Heinesen gerði fyrir Þórshöfn í Færeyjum, dregur upp mannlífsmyndir sem endurskapa bæinn. Andblær liðinnar tíðar birtist í þessum mannlífsþáttum þannig að maður upplifir Siglufjörð nákvæmlega eins og hann var. Ég er viss um að þessi bók á eftir að vekja athygli, hún er vel stíluð og þar eru kynntir til sögu eftirminnilegir karaterar,? segir Kristján Kristjánsson útgefandi, en hann er Siglfirðingur, sonur Kristjáns Rögnvaldssonar skipstjóra og Lilju Jóelsdóttur.

 

Bókin er ríkulega myndskreytt og munu heilsíðumyndirnar vera um fjörutíu talsins. Á baksíðu er ritað: ?Svipmyndir úr síldarbæ er safn svipmynda og frásagna af fólki sem setti mark sitt á síldarbæinn Siglufjörð fram eftir síðustu öld. Hér eru nefndir til sögunnar karlar eins og Sveini sífulli, Daníel Þórhalls, Gústi guðsmaður, Fúsi Friðjóns, Vaggi í Bakka, Maggi á Ásnum, Nörgor, Tóri, Óli Tór, Bjössi Frímanns, Vignir hringjari, Guðmundur góði, Jón Þorsteins, Hannes Bególín, Jói bö og Schiöth. Örlygur Kristfinnsson, myndlistarmaður og safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, dregur hér upp einstaklega lifandi og skemmtilegar myndir af eftirminnilegu fólki. Með þessari fyrstu bók sinni hefur hann bjargað fjölda sagna af lífinu á Siglufirði frá því að verða gleymskunni að bráð. Þær eru færðar í letur af spriklandi fjöri og einlægri virðingu fyrir viðfangsefninu. Svipmyndir úr síldarbæ er heillandi bók sem ætti að höfða til allra þeirra sem njóta þess að velta fyrir sér fjölbreytni mannlífsins og kunna að meta skemmtilegar sögur ? hvort sem lesandinn er kunnugur á Siglufirði eða ekki.?

 

Bókin er væntanleg síðar í þessum mánuði og víst að margir bíða spenntir eftir að fá þennan dýrgrip í hendur.

Höfundurinn, Örlygur Kristfinnsson.

?Í þessu verki gerir Örlygur það fyrir Siglufjörð sem Heinesen gerði
fyrir Þórshöfn í Færeyjum,

dregur upp mannlífsmyndir sem endurskapa
bæinn. Andblær liðinnar tíðar birtist í þessum mannlífsþáttum

þannig að
maður upplifir Siglufjörð nákvæmlega eins og hann var. Ég er viss um að
þessi bók á eftir að vekja athygli, hún er vel stíluð og þar eru kynntir
til sögu eftirminnilegir karaterar,? segir Kristján Kristjánsson
útgefandi,

en hann er Siglfirðingur, sonur Kristjáns Rögnvaldssonar
skipstjóra og Lilju Jóelsdóttur.

Ljósmynd af Örlygi og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Kápumynd: Uppheimar | uppheimar@uppheimar.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is