Styttan af Gústa afhjúpuð í dag


Sigurvin, áhugamannafélag um minningu Gústa guðsmanns, hefur, eins og greint var frá hér í síðasta mánuði, látið gera styttu af hinum landsþekkta fiskimanni og kristniboða og mun hún standa á Ráðhústorgi á Siglufirði, þar sem hann prédikaði oft. Var Ragnhildur Stefánsdóttir listamaður og myndhöggvari í Reykjavík fengin til verksins og hefur leyst það afar vel af hendi. Afhjúpun verður í dag kl. 14.00.

Ágúst Gíslason les upp úr Biblíunni á Ráðhústorgi á Siglufirði 7. júlí 1968, þegar hátíðahöld voru til að minnast fimmtíu ára kaupstaðarréttinda.

Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna af Gústa. Myndin var tekin í vinnustofu hennar í byrjun júní, meðan hún vann enn að gerð frummyndarinnar, sem síðar var steypt í málm erlendis.

Forsíðumynd: Árni Jörgensen.
Mynd af Gústa 1968: Jónas Ragnarsson.
Mynd úr vinnustofu Ragnhildar: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is