Styrktartónleikar í Siglufjarðarkirkju


Fimmtudaginn 29. desember, klukkan 20.00, verða haldnir tónleikar í Siglufjarðarkirkju til styrktar fjölskyldum Elvu Ýrar Óskarsdóttur og Sölku Heimisdóttur. Elva Ýr lést sem kunnugt er eftir alvarlegt umferðarslys að kvöldi 16. nóvember og Salka liggur ennþá mikið slösuð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Tónlistarfólk gefur alla sína vinnu sem og aðrir sem að tónleikunum koma.

Væntanlegt tónlistarfólk: Matti í Pöpum – Eyþór Ingi – Rúnar EFF – Björn Valur – Lára Sóley og Hjalti – Danni Pétur – Gómar – Karlakór Siglufjarðar – Þórarinn Hannesson – Þorsteinn Freyr – Lísa Hauksdóttir – Lísa Gunnarsdóttir – Svava Jónsdóttir – Ólöf Kristín – Tónskóli Fjallabyggðar.

Miðaverð er 2.000 krónur.

Þeim sem ekki komast á tónleikana, en vilja gjarnan leggja sitt af mörkum, er bent á reikning viðburðarins: 1102-05-405070. Kennitala: 101276-3099.  

Fyrirtækjum / stofnunum og félagasamtökum er bent á styrktarreikninginn.

Hægt er að senda kveðjur sem lesnar verða upp á tónleikunum. Slíkar kveðjur skal senda á roberth@ismennt.is.

Veitingastaðurinn Allinn verður með heitt súkkulaði og vöfflur til sölu frá kl. 17.00 fram að tónleikunum þann 29. Starfsfólk Allans gefur vinnu sína og Allinn gefur hráefnið.

Allur ágóði rennur óskiptur í styrktarsjóðinn.

Altaristafla Siglufjarðarkirkju.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is