Styrktartónleikar í Segli 67


Gis Johannsson mun spila í Segli 67 í kvöld, 13. ágúst, frá kl. 21.00 til 22.30, einn með kassagítarinn, bæði sín eigin lög og einnig nokkur vel valin úr handraðanum.

Gis er Dalvíkingur að uppruna en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 25 ár. Fyrst starfaði hann í Los Angeles, en hljómsveit hans, Big City, kom tvívegis til Íslands og spilaði á Kántrýhátíðinni á Skagaströnd, á Halló Akureyri og á Menningarnótt í Reykjavík. Gis hefur búið og starfað í Nashville í Tennessee frá 2006 og gefið út þrjár plötur.

Engin formleg miðasala verður í kvöld, en fólk er beðið um að styrkja Björgunarsveitina Stráka; meðlimir hennar verða á staðnum til að taka við frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskiptur til björgunarsveitarinnar.

Sjá nánar hér og hér. Og sýnishorn hér.

Mynd: Skjáskot af Youtube.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]