Styrktar- og afmælistónleikar


Í kvöld kl. 20.00 verða haldnir styrktar- og afmælistónleikar í Félagsheimilinu í Bolungarvík fyrir Birki Snæ sem hefur átt við erfið veikindi að glíma frá fæðingu. Hann er eins árs í dag.

Birkir Snær er af siglfirskum ættum í föðurætt, en faðir hans er Þórir Guðmundsson, sonur Elínborgar Helgadóttur (Ellu Boggu) og Guðmundar Þórs Kristjánssonar vélstjóra, sem vann lengi á vélaverkstæði SR meðan þau hjón bjuggu á Siglufirði. Guðmundur lést úr krabbameini árið 2010.

Nokkrir vinir og vandamenn Birkis Snæs og fjölskyldu hans efna til þessara styrktar- og afmælistónleika í kvöld, en jafnframt fer fram uppboð á keppnistreyju þeirri sem Ólafur Stefánsson handboltakappi spilaði í í sínum síðasta leik, en Ólafur sjálfur gefur treyjuna. Einnig árituð landsliðstreyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá því í sumar þar sem allir  landsliðsmenn okkar árita treyjuna (sjá mynd hér fyrir neðan).

Styrktarreikningur þessarar söfnunar er: 0556 – 26 – 100088, kt. 250388-2339.

Nánari umfjöllun er að finna á DV.is.
birkir_snaer_02

Myndir: Aðsendar.
Texti: Kristján L. Möller.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is