Styðjum við bakið á Strákunum


Það var nóg að gera á jarðhæð Þormóðsbúðar, að Tjarnargötu 18, í dag þegar fréttamaður kíkti
þangað inn, en þar voru félagar í Björgunarsveitinni Strákum á fullu við
að selja flugelda og annað þesslegt til brúks annað kvöld.

Á morgun
verður opið þar frá kl. 10.00-15.00.

Er þetta ein helsta fjáröflunarleið drengjanna og því full ástæða til að hvetja fólk til að leita ekki út fyrir bæjarmörkin eftir þessari vöru, heldur styðja við bakið á þessum dugnaðarforkum sem vinna þetta og allt annað björgunarsveitinni tengt í sjálfboðavinnu.

Þeir feðgar stóðu vaktina þegar fréttamann bar að garði.

Lítið sýnishorn af úrvalinu.

Nóg að gera, sem betur fer.

Forsíðumynd: Fengin af Netinu.
Aðrar myndir og texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is