Stúfur verður á ferli í nótt


Stúfur er þriðji í röð jólasveinanna og jafnframt sá minnsti, eins og nafnið gefur til kynna. Hann var sagður hnupla pönnum og hirða agnirnar sem brunnu fastar við barmana. Væntanlega eru því Pönnusleikir og Pönnuskuggi í gömlum heimildum sami sveinn og Stúfur.

Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is