Blakmóti frestað til sunnudags


Mótsstjórn hefur tekið þá ákvörðun að færa Strandblaksmót Rauðku, sem vera átti á morgun, til sunnudagsins 2. ágúst vegna hagstæðrar veðurspár þá. Mótið mun hefjast kl. 11.00 og þátttökugjaldið er 5.000 kr. á lið (2 saman í liði). Keppt verður í karla- og kvennaflokki og verður deildarskipt hjá konunum. Karlarnir munu hefja leik kl. 11.00 og konurnar um kl. 14.00.

Glæsilegir vinningar eru fyrir efstu sætin ásamt happdrætti þar sem allir þátttakendur geta unnið flotta vinninga.

Við hvetjum alla til að láta slag standa, skrá sig á mótið og styrkja gott málefni. Skráningu lýkur kl. 16.00 á morgun, laugardaginn 1. ágúst (848-6726 eða oskar@mtr.is) .

Með kveðju,
Strandblaksnefnd

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is