Strandblaksmót um verslunarmannahelgina


Strandblaksmót Sigló hótel fer fram laugardaginn 30. júlí. Tveir og tveir eru saman í liði og þátttökugjaldið er 5.000 á lið. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki og verður deildarskipt. Hver deild verður kláruð áður en næsta deild byrjar. Glæsilegir vinningar eru fyrir efstu sætin ásamt happdrætti í lok mótsins þar sem allir þátttakendur geta unnið flotta vinninga.

Við hvetjum alla til að láta slag standa, finna sér félaga og skrá sig á mótið. Skráningu lýkur kl. 21.00 fimmtudaginn 28. júlí en skráning fer fram hjá Óskari (848-6726 eða oskar@mtr.is). Ef skráning fram fram úr væntingum munu við nýta föstudaginn eða sunnudaginn til að spila líka.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is