Strákagöng verða lokuð í nótt


Strákagöng verða lokuð í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 12. október, frá miðnætti til hálf sjö í fyrramálið.

Að sögn Rúnars Péturssonar yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Sauðárkróki er ástæðan fyrir þessu sú, að skipta þarf um víra og vírahjól í hurð vestanmegin og til að það sé hægt verður hurðin að vera niðri á meðan.

Síðan á að nota tækifærið og skipta um perur í ljósum þar inni.

Munni Strákaganga að vestanverðu í þokunni í dag.

Hurðina þarf að setja niður

til að unnt sé að komast að vírahjólunum á bak við og skipta um.

Hér má sjá eitt þeirra.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is