Stormar og Strákar


Undirrituðum barst til eyrna nýverið, að hljómsveitin Stormar hefði haldið tónleika hér í bæ í fyrra og gefið Björgunarsveitinni Strákum innkomuna óskipta. Mundi hann ekki til þess að frá þessu hefði verið greint opinberlega og leitaði því til Ómars Haukssonar, bassaleikar hljómsveitarinnar, og spurði hann nánar út í þetta.

„Jú, þetta var þannig að okkur gömlu Storma langaði til að koma saman og gera eitthvað síðastliðið sumar. Eftir nokkra umhugsun var afráðið að halda tónleika á Rauðku fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Við fengum til liðs við okkur söngflokkinn Fílapensla svo og Rauðku og tvo gesti aðra og úr varð heljarinnar kvöldskemmtun. Ákveðið var og auglýst fyrirfram að öll innkoma kvöldsins rynni óskipt til Björgunarsveitarinnar Stráka. Húsið kostaði ekkert, engin vinnulaun, en félagar í Strákum sáu um dyravörslu.“

Skemmst er frá því að segja, að kvöldið skilaði 496.000 krónum og var Strákum færð sú upphæð til reksturs sveitarinnar.

Til fyrirmyndar.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is