Stoltir foreldrar


Þann 1. júní sást álftarpabbinn siglfirski með einn unga við
hólmafjöruna en mamman sat þá enn á laupnum. Þess var samt ekki
langt að bíða að fjórir í viðbót slægjust í hópinn og í gærkvöldi mátti
líta þar stolta foreldra, sem höfðu vökul augu með ungviðinu sínu dýrmæta.

Þarna var fjölskyldan í gærkvöldi, við suðurbakka nyrðri tjarnarinnar.

2. júní voru þessar álftir hér innfjarðar, en lögðu ekki í að fara á tjörnina.

Ekki er loku fyrir það skotið að þær tengist eitthvað parinu sem þar er.

Alla vega er það undarleg tilviljun að þessar skuli vera fimm talsins.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is