Stökkmús, Klifurmús og Slaufa


Tvö systkin héðan úr bæ komust aldeilis í feitt á dögunum þegar þau skruppu austur í Suður-Þingeyjarsýslu til að heimsækja ömmu og afa sem þar búa. Þau fundu nefnilega þrjár hagamýs í könnunarleiðangri, unga frá sumrinu, og eyddu með þeim dagsparti, við leik, störf og borðhald. Kom á óvart, að mýsnar fúlsuðu við osti, sjeriosi og brauði, og þáðu einungis lífrænt ræktaða hafra.

Hér eru nokkrar myndir.

 

Myndir: Guðbjörn Logi Björnsson og Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is