Stökkmús, Klifurmús og Slaufa


Tvö systkin héðan úr bæ komust aldeilis í feitt á dögunum þegar þau
skruppu austur í Suður-Þingeyjarsýslu til að heimsækja ömmu og afa sem
þar búa. Þau fundu nefnilega þrjár hagamýs í könnunarleiðangri, unga frá
sumrinu, og eyddu með þeim dagsparti, við leik, störf og borðhald. Kom á
óvart, að mýsnar fúlsuðu við osti, sjeriosi og brauði, og þáðu einungis
lífrænt ræktaða hafra.

Hér eru nokkrar myndir.

Ein músanna þriggja sem voru að kanna nærumhverfi holu sinnar.

Henni var gefið nafnið Klifurmús.

Hún var ekkert sérlega ánægð með að þurfa að dúsa í krepptum hnefa, skiljanlega.

Þetta var betra.

Klifurmús á handleggnum á Mikael.

Þarna var Slaufa komin.

Hún, eins og hinar tvær, var afskaplega mjúk.

Matar- og hvíldartími.

Stökkmús, Klifurmús og Slaufa.

Hafrarnir smökkuðust einnig vel úr lófa Margrétar.

Þetta er Stökkmús litla.

Brugðið á leik.

Það er ekki gott að vera kitlinn, þegar maður veit loðna mús vera á fleygiferð ofan í hálsmálið.

Eins og hér sést.

Kveðjustund.

Myndir: Guðbjörn Logi Björnsson og Mikael Sigurðsson.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is