Stiklur

Kristján Jóhannsson - Stiklur - Myndlistarsýning - Siglufjörður

Kristján Jóhannsson opnar myndlistarsýningu á sunnudag, 21. júlí, kl. 14.00, í söluturninum við Aðalgötuna á Siglufirði. Hún ber yfirskriftina Stiklur og sýnir hann þar myndskreytingar og málverk, en eins og margir vita átti Kristján marga íslenska bókarkápuna hér á árum áður, hverja annarri glæsilegri, við texta vinsælustu spennusagnahöfunda þess tíma, s.s. Desmond Bagley, Duncan Kyle og Jack Higgins.

Þetta verður forvitnilegt.

Mynd: Kristján Jóhannsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]