Stigamót í strandblaki


Nú um helgina fer fram Stigamót BLÍ í strandblaki á Siglufirði. Keppt verður í kvenna- og karladeildum en alls munu 10 lið taka þátt. Spilað er frá kl 17.00 til 21.00 á föstudeginum og frá 08.30-21.30 á laugardeginum. Mótið er hið fjórða í röðinni en síðasta mót var haldið á Þingeyri.

Mótshaldarar hvetja fólk til að kíkja á völlinn.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]