Sterkar stelpur

Dagana 7.-10. ágúst nk. verður Kristín Tómasdóttir á ferðinni með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 8-12 ára í Fjallabyggð. Námskeiðið er kennt frá kl. 09.00-12.00 umrædda daga. Lögð verður áhersla á sjálfsmyndarkennslu, jafningjafræðslu, félagsfærniþjálfun og stelpufjör. Þá munu þátttakendur læra að þekkja hugtakið sjálfsmynd, vinna að því að þekkja sína eigin sjálfsmynd og læra leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróist í neikvæða átt.

Kristín byggir kennsluna á námskeiðinu á nýjustu bók sinni, Sterkar stelpur. Notast verður við leiki, verkefni, hópavinnu og æfingar.

Dagskráin er svofelld:

Þriðjudagur: Hópefli, hugtakið sjálfsmynd, dagbókagerð, skapandi hugsun og hugleiðsla.
Miðvikudagur: Hópefli, mín eigin sjálfsmynd, spunaæfingar og núvitundarkennsla.
Fimmtudagur: Hópefli, leiðir til að styrkja sjálfsmyndina, ræðukennsla, selfí og jóga.
Föstudagur: Hópefli, markmiðasetning, gildi, amazing race, sparinesti, kveðjustund og foreldrafundur.

Verð er 16.900 kr. fyrir vikuna.

Frekari upplýsingar og skráning á stelpurgetaallt@gmail.com eða í síma 662-4292.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.