Stekkjastaur er fyrstur


Stekkjastaur, jólasveinninn stirði, kemur fyrstur þrettán bræðra sinna til byggða upp úr miðnætti og færir þægum börnum gjöf í skó. Hann var sagður sjúga mjólk úr kindum en hafði staurfætur á báðum svo heldur gekk það brösuglega. Stekkur er gamalt heiti á sérstakri fjárrétt og þaðan dregur sveinninn nafn sitt.

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
– þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
– það gekk nú ekki vel.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]