Steiktu 800 laufabrauðskökur og færðu Mæðrastyrksnefnd að gjöf


Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því, að börn þeirra hjóna
Jónu Sigrúnar Jensdóttur og Erlends Guðlaugs Þórarinssonar, hefðu steikt 800 laufabrauðskökur og fært
Mæðrastyrksnefnd að gjöf 16. nóvember síðastliðinn, á degi sem er þeim
systkinum ákaflega minnisstæður. Þau eiga mikinn heiður skilinn fyrir. Kveikjan að þessu var fólk í löngum biðröðum eftir matarpokum. 

Jóna Sigrún Jensdóttir fæddist í Þaralátursfirði í Norður-Ísafjarðarsýslu 28. febrúar 1916. Erlendur Guðlaugur Þórarinsson fæddist á Siglufirði 21. júlí 1911. Þau gengu í hjónaband 21. júlí 1940. Bjuggu í Lækjargötu 7 b en fluttu að Hvanneyrarbraut 56 árið 1947.

Börn þeirra eru:

 1. Sigþór Jóhann Erlendsson, fæddur 20. september 1943.
 2. Haraldur Guðbjartur Erlendsson, fæddur 18. júní 1945.
 3. Sigurjón Jens Erlendsson, fæddur 26. apríl 1947.
 4. Friðgerður Hulda Erlendsdóttir, fædd 4. júní 1948.
 5. Erna Sigrún Erlendsdóttir, fædd 2. nóvember 1949.
 6. Arnfríður Guðrún Erlendsdóttir, fædd 2. september 1951.
 7. Brynja Þórunn Erlendsdóttir, fædd 22. janúar 1953.
 8. Sigurgeir Óskar Erlendsson, fæddur 24. nóvember 1954.
 9. Elísabet María Erlendsdóttir, fædd 18. desember 1955.
 10. Auður Björk Erlendsdóttir, fædd 11. maí 1957.
 11. Sóley Ingibjörg Erlendsdóttir, fædd 28. apríl 1959.
 12. Kristín Ragnheiður Erlendsdóttir, fædd 5. febrúar 1939 (barn Erlends fyrir hjónaband).

Jóna Sigrún lést 9. nóvember 1999, Erlendur Guðlaugur 16. nóvember 1999, einni og hálfri klukkustund fyrir útför konu sinnar.

Sjá upprunalegu fréttina hér.Myndir: Úr umræddum fréttatíma á Stöð 2.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is