Stefnir í metumferð um göngin

Héðinsfjarðargöng

Í nýliðnum mánuði jókst umferð um Héðinsfjarðargöng um 4% miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri. Hefur umferðin því aukist um tæp 12% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Stefnir í metumferð um Héðinsfjarðargöngin nú í ár og að heildarökutækjafjöldi verði 250–260 þúsund. Meðalumferð á dag stefnir því í um 710 ökutæki á sólarhring. Þegar ráðist var í gerð Héðinsfjarðargangna áætlaði Vegagerðin að 350 bílar myndu fara um þau á dag.

hedinsfjardargong

Ljósmynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Annað myndefni: Vegagerðin (Friðleifur I. Brynjarsson).
Texti: Vegagerðin (Friðleifur I. Brynjarsson) / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]